05.05.1933
Neðri deild: 66. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2626 í B-deild Alþingistíðinda. (4261)

43. mál, læknishéraða - og prestakallasjóðir

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Ég vil geta þess, vegna ágreinings, sem varð við 2. umr. frv. um það, hvort skilja bæri frv. svo, að læknishéraðasjóðum mætti verja til persónulegra launabóta til lækna í viðkomandi héruðum, að þá hefi ég leyft mér að bera fram brtt. á þskj. 525, sem tekur af allan vafa í því efni, ef samþ. verður, um að slíkt sé ekki heimilt.