06.05.1933
Neðri deild: 67. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 403 í C-deild Alþingistíðinda. (4376)

81. mál, sjúkrasjóð ríkisins

Sveinbjörn Högnason:

Ég get byrjað á svipuðum orðum og hv. þm. Borgf. Andmæli hans gegn orðum mínum eru byggð á algerðum misskilningi. Ég er ekki að tala um styrk þann, sem sveitarfélög fá á þá sjúklinga, er hér um ræðir. Ég er aðeins að andmæla því, að sveitarfélög séu nú betur fær um að sjá þessum sjúklingum farborða vegna breyt. þeirra, sem gerðar voru í fyrra, þar sem kostnaður við sjúkrahúsdvöl þeirra færist af ríkinu yfir á sveitarfélögin sjálf. Þetta ættu allir að geta skilið.