06.05.1933
Neðri deild: 67. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í C-deild Alþingistíðinda. (4381)

81. mál, sjúkrasjóð ríkisins

Hannes Jónsson:

Ég hélt nú, að hv. þm. S.-Þ. væri orðinn svo kunnugur í fjvn., að hann vissi, að slíkar fjárveitingar gætu aldrei horfið úr þinginu. Hefir þingið losnað við styrkbeiðnir síðan menntamálaráðið kom? Nei. Mér þætti raunar ekkert á móti því að hafa menntamálaráð til þess að gefa fjvn. leiðbeiningar um niðurskiptingu styrkja, er þingið veitti.

Það, sem okkur gengur til, er ekki það, að okkur þyki svo gaman að hafa þessar fjárveitingar með höndum. En við viljum meira samræmi í úthlutuninni. Og þó að þetta frv. verði að l., sleppa hv. þm. samt ekki við að hafa með höndum slíkar fjárveitingar.