16.03.1933
Neðri deild: 26. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í C-deild Alþingistíðinda. (4616)

104. mál, aðflutningsgjald af fiski og síld

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Eins og getið er um í grg. frv., er það borið fram vegna þess, að það er nauðsynlegt fyrir síldarútveg landsmanna, að lagðar séu meiri hömlur á sölu erlendra veiðiskipa hér á landi en verið hafa hingað til. Annars vil ég ekki við þessa umr. gefa tilefni til deilu um málið. Það, sem um það þarf að segja nú, er tekið skýrt fram í grg. Vona ég, að hv. d. leyfi málinu að ganga til 2. umr., að þessari umr. lokinni, og til sjútvn.