17.02.1933
Neðri deild: 3. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (528)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Læknirinn við heilsuhælið á Kristnesi hefir óskað þess, að staða hans verði tryggð með því að taka ákvæði um laun hans upp í launalögin, og þetta litla frv. er borið fram til þess að verða við þessari beiðni, sem virðist í alla staði sanngjörn, þar sem ríkið hefir tekið hælið á sína arma á sama hátt og Vífilsstaðahælið. Allt sýnist og mæla með, að launin séu eins og laun yfirlæknisins á Vífilsstöðum.

Ég geng út frá, að réttara þyki, þótt mál þetta sé ekki umfangsmikið, að vísa því til nefndar, og legg því til, að hv. fjhn. fái það til meðferðar að lokinni þessari umr.