06.12.1933
Efri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í D-deild Alþingistíðinda. (1281)

43. mál, brimbrjóturinn í Bolungarvík

Frsm. (Páll Hermannsson) [óyfirl.]:

Þessi þáltill. hefir fengið afgreiðslu frá hv. Nd. og var samþ. þar með einróma fylgi hv. fjvn. þeirrar deildar og síðan samþ. af deildinni mótatkvæðalaust.

Í grg. till., á þskj. 64, eru færðar fram ástæður fyrir því, hvernig á till. stendur, og sé ég ekki þörf á að vera að rifja það upp hér. Hv. þdm. vita, að brimbrjóturinn er dýrt mannvirki, sem liggur undir stórskemmdum, og á honum byggist að miklu leyti tilvera þorpsins.

Fjvn. er sammála um að leggja til, að þessi till. verði samþ.