08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í D-deild Alþingistíðinda. (1499)

84. mál, áfengismálið

Forseti (JBald):

Mér hefir borizt svo hljóðandi skjal, undirritað af 9 þm. (TT, BÁ, ÞÞ, JJós, .JÓI, MJ, JP, ÓTh, GSv):

„Undirritaðir þm. óska þess, að umr. um till. til þál. um áfengismálið verði tafarlaust slitið“.

Þó að þetta sé ósk, á sennilega að skilja hana sem kröfu um það, að hún sé borin upp til atkv. nú þegar. Vil ég fyrst spyrja hv. 1. flm. að því, hvort hann ætlist til þess, að umr. verði slitið með heim forsendum, að þeir fái ekki að tala, sem þegar hafa kvatt sér hljóðs.