05.12.1933
Efri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í D-deild Alþingistíðinda. (1927)

56. mál, endurgreiðsla á skemmtanaskatti

Frsm. (Jón Þorláksson):

Ég hefi ekki neitt á móti því að hafa eftirlit með þeim stofnunum, sem njóta framlags úr ríkissjóði. En ég held því fast fram, að það verði að vera stj., sem er á hverjum tíma, sem setur reglur um það, hvernig því eftirliti er hagað, en ég álít það fjarstæðu, að þingið fari að sletta sér í það að fyrirskipa einhverja menn til slíkra eftirlitsstarfa.

Annars var það vindhögg, sem hv. þm. reiddi að Eimskipafélaginu í þetta sinn, því það eru mörg ár síðan ég fór úr stj. Eimskipafélagsins. En það sýnir aðeins hugarþelið, að hv. þm. skyldi einmitt velja Eimskipafélagið að árásarefni.