10.10.1934
Efri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1458 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

34. mál, bráðabirgðaútflutningsskýrslur

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Það verður með hverjum mánuði nauðsynlegra að hafa skýrslur um útflutning, bæði magn og krónuupphæð, og svo hvernig útflutningurinn skiptist á markaði. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt að því er snertir sjávarútveginn. Auðvitað verður að afla sér þeirra beztu upplýsinga, sem hægt er að fá. Frv. um þetta var flutt af sjútvn. Nd. í fyrra, en varð einhvernveginn útundan. Ég býst við, að menn hafi ekki verið á móti efni frv. — Ég mun svo ekki fara fleiri orðum um þetta, en óska þess að lokum, að frv. verði látið ganga til sjútvn.