16.11.1934
Efri deild: 40. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í B-deild Alþingistíðinda. (1533)

19. mál, varnir gegn því að verða barnshafandi og fóstureyðingar

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Það eru aðeins örfá orð. Hv. 5. landsk. sagði, að það væri misskilningur hjá mér og hæstv. atvmrh., að hún væri á móti því, að frv. næði fram að ganga. Það gleður mig mikið, ef þetta hefir verið misskilningur. Ég byggði þessa ályktun mína á ræðu hv. 5. landsk. í gær í þessu máli, eða ýmsum atriðum í þeirri ræðu, sem ég þóttist hrekja þá í minni svarræðu. Og þegar hv. þm. heldur því enn fram, nú í sinni síðustu ræðu, að ýms atriði frv. séu beinlínis skaðleg og að það hefði átt að bera þau undir atkv. þjóðarinnar, þá gat ég ekki dregið af því aðra ályktun en þá, að þm. vildi ekki, að þau gengju fram á þessu þingi. Mér fannst þetta eðlilegust ályktun af orðum hv. þm.

Ég þykist nú hafa sýnt fram á það með ljósum rökum, og það hefir hæstv. atvmrh. líka gert, að brtt. hv. 5. landsk. séu sízt til bóta, enda geri ég ráð fyrir, að þær nái ekki fram að ganga, og þá tel ég, að málinu sé borgið. En annars verð ég að segja það, að eftir þessa síðari ræðu hv. þm. virðist mér, að samkomulagið muni verða betra en á horfðist í gær. Enda átti ég von á því, að mér mundi takast að komast vel af við kvenfólkið. Það hefir alltaf farið vel á með mér og konunum, bæði giftum og ógiftum. - Ég vænti svo, að þessu frv. sé vel borgið og að hv. þdm. fylgi till. allshn. sé vel borgið hér í hv. d. og að hv. þdm. fylgi till. allshn.