21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (1960)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Það er rétt, að í úrskurðum forseta á Alþingi hefir kennt við og við nokkurs misræmis milli d.

Þegar eftir að þessi þingsköp voru sett og samþ., var tekin upp sú regla, sem eðlilegt var fyrst í stað, að fara linlega í þessi ákvæði 44. gr. Annars má eigi blanda saman 1. og 2. málsgr. gr., en þar virtist mér kenna nokkurs misskilnings hjá hæstv. forseta. 1. málsgr. ræðir um, hvenær d. sé ályktunarfær, en 2. málsgr. um hvenær ályktun sé lögmæt.

Reglan er ótvíræð og ákveðin og hefir verið praktiseruð eins og forseti vill nú gera og fleiri muna eftir, en það hefir verið gert með ákveðinni undirvitund og undirskilningi.

Það er skylda forseta að fara gætilega í það, þótt menn greiði ekki atkv. í einstaka tilfellum. Þó að forseti tilkynni eigi, að hann jafnsetji þá, sem eigi greiða atkv., þeim, er 2. málsgr. beinlínis segir, að séu óatkvæðisbærir, þá liggur það þó til grundvallar.

Forseti hefir og áður tekið gildar meira og minna linar ástæður fyrir því, að þm. greiddu eigi atkv., „sett“ þá „óatkvæðisbæra“ og þannig fengið l. samþ. Þess vegna getur hver sem vill nú slegið því föstu, að þeir, sem eigi greiða atkv., séu óatkvæðisbærir, að þegjandi áliti forseta.