24.11.1934
Neðri deild: 45. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1927 í B-deild Alþingistíðinda. (2053)

73. mál, stjórn og starfræksla póst- og símamála

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti! Nokkrar brtt., sem samgmn. flytur, eru á þskj. 570. Fyrsta brtt. a. er við 2. gr., um að orðin í 3. málsl. gr.: „nema öðruvísi verði ákveðið í launalögum“, falli burt. Þótti landssímastjóra rétt að fella þetta úr gr., fyrst og fremst til fyllra samræmis á orðalagi gr., og hafði n. ekkert við það að athuga, og í öðru lagi þótti þetta nægilega ákveðið með því, sem felst í upphafi

2. gr., enda eru laun yfirmanna slíkra stofnana yfirleitt ákveðin í launalögum, þótt undantekningar séu gerðar, eins og hér, um aðstöðu þeirra, sem fara frá. Aðrar brtt. n. eru nær allar orðabreyt., og miða þær einungis að betra samræmi á milli hinna einstöku atriða frv. og nákvæmari orðun. Hefir n. sem sagt farið þar að mestu leyti eftir till. landssímastjóra. Sama er að segja um brtt. á þskj. 580, við 3. gr. Hún er sama sem flutt af hálfu n. eftir bendingu frá landssímastjóra. Greinin fjallar um ráðningu yfirmanna við póst og síma, sem ráðh. skipar að fengnum till. póst- og símamálastjóra, og samkv. brtt. er loftskeytastöðvarstjóra í Rvík bætt við í tölu þeirra, svo sem eðlilegt má þykja. Loks er brtt. frá hv. þm. Vestm. á þskj. 564. Um hana hefi ég ekki annað að segja en það, að n. lætur hana hlutlausa. — Ég sé svo ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum, en vænti góðrar afgreiðslu á frv.