13.11.1934
Efri deild: 37. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í B-deild Alþingistíðinda. (681)

23. mál, tilbúinn áburður

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég þarf ekki að vera um þetta orðmargur, því fyrri ræðumenn hafa tekið ýmislegt fram af því, sem ég vildi athuga. Þó vildi ég beina fyrirspurn til hv. flm. brtt., um hvað hann meini með orðunum „venjulegt flutningsgjald“. Við vitum að vísu, að til er um þetta taxti, en þegar flutningur er mikill, er gefinn frá honum stórfelldur afsláttur, 20 -40%. Vil ég vita, hvort hér á að reikna með venjulegum taxta eða lægst, flutningsgjaldi, sem aðrir greiða.