04.12.1935
Neðri deild: 86. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2421 í B-deild Alþingistíðinda. (126)

Afgreiðsla þingmála

Thor Thors:

Ég vil þakka hv. form. samgmn. fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf um þetta mál, og það loforð, að málið skyldi verða gaumgæfilega athugað. Ég hygg, að það hafi þegar verið tími til þess að athuga málið gaumgæfilega og n. geti nú þegar verið þess albúin að gefa út álit um það.

Hv. þm. sagðist ekki sjá, hver nauðsyn væri á því, að málið næði fram að ganga á þessu þingi; það mætti eins bíða til næsta þings. Það má vel vera, að ekkert verði hafizt handa um vegagerð nú í ár, þó að þetta frv. næði fram að ganga. En fólkinu, sem á við algert vegaleysi að búa, er þetta hið mesta áhugamál, að komast í samband við umheiminn. Og því fyrr sem það fæst viðurkennt, að þessi hluti landsins eigi að tengjast við aðra hluta landsins eins og flest önnur héruð, þeim mun líklegra má telja, að eitthvað verði hafizt handa um vegalagningu.

Vil ég því skora á hæstv. form. samgmn., að hann láti hið fyrsta álit sitt í ljós um þetta mál, og hvað sem líður till. vegamálastjóra, þá vænti ég, að hv. nm. í samgmn. sjái, að fólkið, sem þarna býr, á heimtingu í því að komast í samband við önnur héruð landsins, og því er ekki kleift að búa við þær samgöngur lengur, sem þar eru.