27.03.1935
Neðri deild: 39. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (1350)

74. mál, Skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Ég nenni ekki að endurtaka það, sem ég er búinn að margsegja við þessar umr., ekki heldur það, sem bókað er í fundargerðum hv. sjútvn. Nd. á síðasta þingi um þetta mál, enda er hv. þm. G.-K. það fullkunnugt. Það eina loforð, sem ég gaf n., var, að reynt yrði að hjálpa vélbátaútgerðinni á þessu þingi, og það loforð hefir verið efnt út í æsar. Það eru því ekkert annað en rakalausar fullyrðingar, að ríkisstj. hafi ekki staðið við það, sem hún heflr lofað að leggja til þessa máls.