03.04.1935
Efri deild: 41. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

56. mál, bæjargjöld á Ísafirði

Magnús Guðmundsson:

Það skýtur skökku við, sem hæstv. ráðh. sagði, að þetta mundi ýta undir menn að þinglýsa. Það er þvert á móti, því að einmitt með því að þinglýsa ekki gætu menn ef til vill komið þessu gjaldi af sér. (Atvmrh.: Seljandinn lítur eftir því, og einhver viti hljóta að hvíla á, ef það er ekki gert). Ég skil, að hæstv. ráðh. heldur, að það hvíli skylda á eiganda að láta þinglýsa, en það er alls ekki svo. (Atvmrh.: Hvernig er það með stimpilgjald?). Það er skylda að stimpla skjöl innan ákveðins tíma, en það er ekki skylda að þinglýsa. Hér kemur fram vanþekking hjá hæstv. ráðh. Það er fullkomin fásinna að lögfesta þessi ákvæði 4. gr.