14.12.1935
Neðri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2019 í B-deild Alþingistíðinda. (2942)

32. mál, loftskeytastöðvar í skipum

Frsm. 2. minni hl. (Sigurður Kristjánsson) [óyfirl.]:

Ég hygg, að það sé á misskilningi byggt hjá hv. þm., að hætta mundi vera á því, að landssíminn þyrfti að leggja til 40 loftskeytatæki nú í einni svipan, þó að brtt. okkar hv. þm. Vestm. yrðu samþ., því að öll veiðiskip okkar hafa sín eigin tæki. Og þó að mönnum þætti það vera haganlegt fyrir sig að hafa leigutæki í skipum sínum, þá gæti það samt ekki komið nema smám saman. Ég get ekki hugsað mér, að landssíminn þyrfti að leggja fram nema svo sem 2-3 tæki á ári, þó að till. okkar yrði samþ. Nú er talað um það í brtt., að tækin skuli leigð gegn hæfilegri leigu, og ég hygg, að landssíminn sæi sér fært á leigja út slík tæki sér að skaðlausu, þó að leigan væri sanngjörn. Landssímastjóri sér heldur ekkert athugavert við þetta. Það er nú þegar komið á, að landssíminn leigir taltæki í fiskiskip. Það eru ódýr tæki, sem menn því standast við að borga hærri leigu af eftir verði heldur en af tækjum, sem kosta 5-6 þús. kr. Ég hygg, að engin hætta liggi í því, þó að þetta ákvæði væri samþ.

Það er alveg rétt hjá hv. 3. landsk., að ef loftskeytastöðvar eru aðeins starfræktar eftir þörfum þeirra skipa, sem hafa þær, þá er að þeim minna öryggi fyrir önnur skip heldur en ef þær eru fullkomlega starfræktar. En ég held, að til séu almennar reglur um, að skip, sem eru í utanlandssiglingum, og hafa slík tæki, að þau séu skuldbundin til þess á hlusta á einhverjum vissum tíma dagsins eftir skeytum, sem er þá auðvitað styttri tími heldur en á veiðiskipum.

Ég sagði ekki, að loftskeytatæki á flutningaskipum væru eingöngu öryggistæki, heldur sagði ég að þau væru það að mestu leyti, og það segi ég enn. Það er vitanlegt, að þegar stöð er komin í skip, þá er hún notuð eitthvað meira, eins og t. d. til þess að senda skeyti til útgerðarinnar og taka í móti skeytum frá henni, svo sem t. d. um á koma við á þessari eða hinni höfn.

Það, sem okkur hv. 3. landsk. hér aðallega í milli, er um námstíma loftskeytamanna. Ég er því máli ekki persónulega kunnugur. Ég geri heldur ekki ráð fyrir, að hv. 3. landsk. sé kunnugur því sjálfur persónulega. Það mín rétt, að hjá þeim, sem taka meira próf, taki námið 11/2 vetur. Ég hefi marginnt Friðbjörn Aðalsteinsson, sem hefir haft skóla fyrir loftskeytamenn, eftir því, hvort ekki þyrfti að lengja námstíma þeirra nemenda við stýrimannaskólann, sem lærðu ásamt því á fara með loftskeytatæki, og kvað hann því fara fjarri. Sagði hann, á þetta væri ekki meira nám en svo, að þeir sem eitthvað vildu í sig leggja, gætu tekið þetta nám sent aukagrein. Ég vil vekja sérstaklega athygli á því, að talsverð hætta mun vera á því, að frv. þetta falli, ef þessi millileið verður ekki farin, að tækin verði leigð og ekki þurfi sérstaka loftskeytamenn í flutningaskipin.

Ég vil að síðustu taka fram, að hér hefir verið óvenjulega mikil ókyrrð í d. á meðan þetta mál hefir verið flutt. Ég vil mælast til þess, ef hv. þm. þurfa endilega að tala saman í þingfundartíma, að hæstv. forseti sjái þá um, að þeir reyni að komast út úr d. til þess að mæla saman.