20.12.1935
Sameinað þing: 33. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

1. mál, fjárlög 1936

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Ég vil ekki láta þessari umr. ljúka svo, að ég segi ekki nokkur orð, og er það þá séstaklega í tilefni af því, sem hv. 1. þm. Skagf. vek að mér í ræðu sinni hér síðast. Ég vil þó byrja með að þakka hv. fjvn. fyrir starf hennar við fjárlfrv.; ég tel það allgott, enda hefir hún gert margar sparnaðartill., sem Alþingi hefir þegar fallizt á, en nokkrar af þeim eiga enn eftir að koma undir atkv., og vænti ég, að þær verði samþ.

Hv. 1. þm. Skagf. talaði hér, að mér virtist, með nokkurri beiskju um það, að þó fjvn. hefði staðið saman um það hlutverk að koma fram nokkrum sparnaði á fjárl., þá hefðu jafnframt komið frá stjórnarfl. allskonar till. um aukna eyðslu, og það í mjög stórum stíl, og ennfremur skildist mér á hv. þm., að það hefði verið farið framhjá fjvn. með þessar till. Út af þessu vil ég taka það fram, að sparnaðartill. fjvn. hafa hlotið fylgi mitt og einnig meiri hl. þingsins að miklu leyti. svo að hv. fjvn. hefir engu yfir að kvarta í því efni.

Og hvar viðvíkur þeim till. um auknu eyðslu, sem hv. þm. sagði, að stjórnarfl. stæðu sérstaklega að, þá vil ég mótmæla því kröftuglega, að þær heyri undir venjulega eyðslu ríkissjóðs. Það hefir verið sparað á flestum liðum í rekstri ríkisins, þannig að hin árlegu útgjöld hafa verið færð niður á frv., sem svarar 1 millj. króna.

Hinsvegar er þess að gæta um hinar nýju till. stjórnarflokkanna um tekjuöflun og gagnlegar framkvæmdir, að þær eru að nokkru leyti tilfærsla á fjárgreiðslum frá einni stétt til annarar, og fer ég ekki út í það hér að gera grein fyrir því, en leyfi mér að vísa til grg. fyrir frv. um bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs, þar sem skýrt er frá því, hvernig hinum væntanlegu tekjum verður varið og teknir upp í lögin ákveðnir útgjaldaliðir. — Þá sagði hv. þm., sem að vísu er rétt, að fjvn. þyrfti að flytja allmargar brtt. við frv. til að færa áætlunarupphæðir betur til samræmis við það, sem reynslan hefði sýnt, að þær þyrftu að vera. enda hefðu ýmsir liðir á núgildandi fjárl. farið fram úr áætlun. Og sagði hann, að þetta stafaði af því. að ég hefði brugðizt því loforði eða yfirlýsingu, sem ég hefði gefið á síðasta þingi um það, að fjárhagsáætlunin fyrir árið 1935 skyldi standast. Hv. þm. getur ekki fundið þessari fullyrðingu sinni nokkurn stað. hversu vel sem hann leitar í ræðum mínum frá síðasta þingi. Ég sagði, að hækkun fjárl. árið 1933 stafaði að miklu leyti af því, að ýmsir stórir útgjaldaliðir hefðu verið hækkaðir til þess að komast sem næst því, er þeir hefðu raunverulega orðið áður samkv. landsreikningi. Og þetta ætla ég að standa við. — Það er vitanlegt, að fjárl. 1935 en fyrsta sporið, er stigið hefir verið að gagni í áttina til þess að minnka mismuninn á fjárl. og landsreikningi. Og þeirri viðleitni hefir verið haldið áfram við undirbúning þessara fjárlaga. Þetta veit hv. þm. Ég hefi verið á mörgum fundum hjá fjvn. og reynt að beita mér fyrir því, að í þessum fjárl. yrði það á ýmsan hátt tryggt sem bezt, að mismunurinn á fjárl. og landsreikningi gæti orðið ennþá minni næsta ár en orðið hefir á þessu ári. Og nú get ég vel búizt við því, að hv. 1. þm. Skagf. standi hér upp á næsta þingi og segi, að ég hafi nú hér með lofað því, að fjárlagaáætlunin fyrir næsta ár skuli nákvæmlega standast í framkvæmdinni. Þetta eru alveg samskonar rangfærslur og útúrsnúningur og beitt var í eldhúsumræðunum á ummælum mínum frá síðasta þingi um verzlunarjöfnuðinn. Ég skal geta þess, að samvinna mín við hv. fjvn. hefir yfirleitt verið góð, en þó finnst mér, að þessi hv. þm. hafi ekki með góðum vilja gengið inn á að hækka ýmsa gjaldaliði. eftir því sem reynslan hefir sýnt, að var óhjákvæmilegt til þess að minnka mismuninn á fjárl. og landsreikningi. Að vísu hafa ekki verið mjög mikil brögð að þessu, en áhuginn var ekki eins mikill hjá hv. þm. í þessu efni í n., og hann vill nú láta á sér skilja.

Hv. þm. sagði, að ég hefði gengið svo langt í ummælum mínum í fyrra, að ég hefði þá lýst því yfir, að gjöldin væru áætluð í fjárl. eins og þau yrðu á árinu 1935. Ég skora á hv. þm. að finna þessum ummælum sínum stað, og mig furðar á, að hann skuli leyfa sér að viðhafa þessi orð. Annars grunar mig, að hv. þm. þykist ekki hafa miklar átyllur til ásakana á stj. fyrir umframgreiðslur úr ríkissjóði eða fjársóun, hann býst auðsjáanlega ekki við, að hún hljóti ámæli fyrir það. Hitt mun sönnu nær, að hann óttist að þessar tilraunir, sem nú eru gerðar til þess að hafa fjárl. sem næst því raunverulega, muni auka traust kjósenda á þeirri stj., er kemur því til leiðar. Og þess vegna er hv. þm. mjög annt um að láta það líta svo út, sem tilraunirnar hafi engan árangur borið. eftir því sem þessir gortarar í ríkisstj., sem hann svo kallar, hafi ætlast til og lofað berum orðum, að hans dómi. Ég vænti hinsvegar, að reynslan muni sýna hið gagnstæða, og bíð óhræddur þess úrskurðar.

Þá fór hv. 1. þm. Skagf. nokkrum orðum um tekjuáætlun fjárl. Ég ætla nú ekki að fjölyrða mikið um hana, en vil þó láta þess getið, að eftir núv. útliti að dæma álít ég, að teflt sé á fremsta hlunn með tekjuáætlunina í heild. Hv. þm. sagði. að ég hefði ekkert hreyft því við fjvn., að útflutningsgjald af sjávarafurðum væri of hátt áætlað í frv., en ég tók það einmitt fram við undirnefnd fjvn., sem hafði tekjuáætlunina til sérstakrar athugunar, að sá liður væri of hátt áætlaður, af því að búast mætti við enn meiri takmörkun á saltfisksölunni næsta ár. En þrátt fyrir það geri ég ekki ráð fyrir, að hróflað verði við þessum lið, heldur treyst á hitt, að aðrir tekjuliðir verði það ríflegri en áætlað er, að þeir vegi það upp.

Hv. þm. sagðist ekki vita, á hverju það væri byggt, að áætla lægri tekjur af tóbakstolli og áfengis í fjárlfrv. heldur en nú eru á þessu ári. Ég skal skýra þetta, svo að hv. þm. verði það skiljanlegt. Það mun verða reynt á næsta ári að spara eitthvað gjaldeyri til innkaupa á þessum vörutegundum, en jafnframt gerðar ráðstafanir til þess að lækka útsöluverð þeirra, þannig að ríkissjóður missi einskis í um tekjur af þeim. Þá verður innflutningurinn minni og tollurinn þess vegna lægri. Þá sagði hv. þm., að ýmsir útgjaldaliðir á fjárl. væru of hátt áætlaðir. Ég skal ekki fara langt út í að deila við hann um það. En hinsvegar veit ég um nokkra liði, sem eru of lágt áætlaðir. Hv. þm. nefndi kostnaðinn við framkvæmd tryggingarlöggjafarinnar og berklavarnakostnaðinn, og taldi þá liði of háa. Ég vil benda honum á, að þessir liðir eru áætlaðir með það fyrir augum, að á næsta ári verður sama og enginn sparnaður á berklavörnunum vegna trygginganna, því að það þurfa að liða 6 mánuðir frá því að tryggingarnar hefjast án þess að nokkur sparnaður verði á berklavarnakostnaðinum þeirra vegna. Og lögin um alþýðutryggingar ganga ekki í gildi fyrr en 1. apríl næstk. Það er því ekki hægt að búast við neinum sparnaði á berklavörnunum næsta ár. Hinsvegar verð ég að telja, að jafnvel þótt einstöku liðir séu fullhátt áætlaðir, þá veit ég um ýmsa aðra, sem eru of lágir. Og munu hinir gefa sízt meiri varasjóð en þarf til þess að vega á móti þeim.

Þá sagði hv. 1. þm. Skagf., að eins og nú væri gengið frá fjárl., þá mætti búast við hallalausum ríkisbúskap á næsta ári, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. Mér þótti vænt um að fá þessa yfirlýsingu úr andstöðuflokki, og tel hana ákaflega mikils virði fyrir stj. og stuðningsflokka hennar. Hún gefur til kynna, að fjárl. séu ákaflega gætilega áætluð, að dómi hv. þm.; þó hann telji skattana of háa, þá er það engu að síður mikilsvert að fá þessa yfirlýsingu. En ég tel, að með tilliti til tekjuáætlunarinnar, sem mun vera fullhá, sé alveg teflt á fremsta hlunn. Ég læt þessar aths. til hv. þm. nægja um fjárl. almennt, af því að umr. eru orðnar svo langar, og fer ekki um þau fleirum orðum að sinni.

Þá kem ég að nokkrum einstökum atriðum í ræðu hv. þm. Hann taldi það mjög einkennilegt, að meiri hl. fjvn. skyldi bera fram tili. um 35 þús kr. ríkisábyrgð á lausaskuldum fyrir Ísafjarðarkaupstað, vegna hafnargerðar, og hélt því fram, að með þessu væri verið að taka hann einan út úr og gera upp á milli hans og annara bæjarfélaga, með því að láta hann njóta þessara sérréttinda. Ég verð nú að segja það, að mér þykir þessi hv. þm. nokkuð gleyminn, ef hann man það ekki, að á tveimur síðustu þingum hefir stj. verið gefin heimild til þess að veita tveimur bæjarfélögum ríkisábyrgð fyrir samskonar skuldum og hér er um að ræða, önnur fyrir Vestmannaeyjar og hin fyrir Hafnarfjörð. — Þá var hv. þm. að gefa það í skyn, að þessi ráðstöfun væri gerð til þess að forða því, að Ísafjarðarkaupstaður kæmi undir hin nýju lög um skuldaskil bæjar- og sveitarfélaga. ég fæ ekki skilið, að Ísafjarðarkaupstað væri neinn hagur að því. Samkv. þeim lögum mun bærinn geta fengið hærra lán og með betri kjörum en ella. Með þessari till. er því alls ekki verið að hjálpa bæjarfélaginu til að komast framhjá þeim lögum. (MG: Hverjum er þá verið að hjálpa með þessu?). Það er verið að hjálpa með þessu móti Ísafjarðarkaupstað til þess að losna við sínar lausaskuldir, og skal ég gefa hv. þm. upplýsingar um það, að stj. hefir lofað að beita sér fyrir á sama hátt ábyrgð fyrir brimbrjótinn í Bolungavík. Og út af þessu loforði var svo lánið tekið. Ef hv. þm. finna eitthvað að því, að slíkt hafi verið gert, þá má segja, að það er langt frá því að vera einsdæmi þetta með lánið fyrir Bolungavík, og ekki ætti að vera um pólitískar ástæður að ræða í þessu tilfelli. þar sem þessi greiði var verður fyrir stjórnarandstæðinga.

Ég ætla ekki að fara út í fleiri till,. sem hv. þm. hafa talað um, nema aðeins eina, og vera stuttorður, og það er brtt. hv. þm. og hv. 7. landsk. um að breyta ábyrgðarheimild fyrir Sauðárkrók. Í þessari brtt. er farið fram á, að því er mér skilst, að heimilt verði einnig að ábyrgjast erlent lán til hafnargerðar. Ég geri það ekki að kappsmáli, hvort till. verður samþ. eða ekki, en vildi þó heldur, að hún yrði ekki samþ. En ég get tekið það fram, að eins og sakir standa nú um allar yfirfærslur á lánum, sem ríkissjóður stendur í ábyrgð fyrir, þá tel ég alls ekki forsvaranlegt að taka slíkt lán erlendis með ríkisábyrgð.

Það kann að vera, að eitthvað fari að breytast til bóta í þessu efni, en við verðum að mið,, við ástandið eins og það er. Ég veit ekki heldur betur en að ýmsum hafnargerðum hafi tekizt að fá allmikil lán innanlands til hafnargerða. Ég man ekki betur en Akraneshafnargerðin hafi tekið tóm innlend lán til sinna framkvæmda, Skagstrendingar tóm innlend lán og Húsvíkingar sömuleiðs, a. m. k. að mestu leyti.

Mér þykir það mjög miður, að hvorugur hv. þm. Bændafl. er viðstaddur hér. En mér finnst það satt að segja ekki benda til þess, að þeir hafi mikinn áhuga fyrir þeim till., er flokkurinn stendur að. að hvorugur þessara flokksmanna á þingi skuli vera viðstaddur nú. Ég sé, að aðrir flokkar hafa fulltrúa hér, þó að fáskipað sé. En þó að þessir hv. þm. séu ekki viðstaddir, held ég, að ég verði að minnast nokkrum orðum á þá till., sem flokkurinn í heild ber fram á þskj. 890, XXVI. a. Á b-lið skal ég ekki minnast, af því að hæstv. atvmrh. gerir það. Þessi till. er alveg einstök í sinni röð, og ég varð mjög hissa, þegar ég sá hana. Þó að ég hafi eitt og annað séð úr þessari átt, þá hefi ég ekki annað séð, sem ég hefi orðið meira hissa á.

Till. fer fram á, að sauðfjáreigendum skuli bættur upp með 300 þús. kr. úr ríkissjóði sá halli, sem þeir hafa beðið vegna þess að þeir fengu ekki að selja vörur til Þýzkalands. Ef hv. flm. þessara till. hugsa sér að færa nokkur rök fyrir henni, þá áttu rökin að vera þau, að það lægi fyrir, að vegna hamla á útflutningi til Þýzkalands hefði markaður fyrir vörur bænda notazt verr en ella hefði orðið. Rökin geta ekki orðið önnur en þau.

Í þessu efni er ekki mikið að miða við, en það er þó eitt, sem hægt er að miða við að verulegu leyti, og það er, hvernig þessi viðskipti hafa gengið á þeim tímum, þegar ástandið var svipað og nú, nema að því leyti, að frjálst var að selja til Þýzkalands. Nú er það kunnugt, að bæði 1933 og 1934 var frjálst að selja hvaða vöru sem var til Þýzkalands, og því engar hömlur aðrar heldur en þær, að 1934 þurfti að kaupa þýzkar vörur fyrir andvirði allra íslenzkra útflutningsvara, sem þangað voru sendar. Nú er fróðlegt að athuga í þessu sambandi, hvað bændur hafa notað vel markaðinn í ár, miðað við hvað þeir hafa notað vel markaðinn meðan allt var frjálst, en ástandið að öðru leyti svipað. Ég hefi látið taka þetta upp, og hefir atvmrn. séð um það fyrir mig með tilstyrk hagstofunnar. Ég hefi ber skýrslur yfir árin 1933, 1934 og 1934. þær sýna að 1933 voru seldar landbúnaðarafurðir til Þýzkalands fyrir 541 þús. kr., 1934, voru landbúnaðarafurðir seldar til sama lands fyrir 617 þús. kr., og 1935, á því ári, sem Bændaflokksmennirnir halda fram, að bændum hafi verið gerður stór skaði með því að halda þeim frá markaði þarna, voru seldar landbúnaðarafurðir til Þýskalands fram að 1. Okt. fyrir 648 þús. kr. Og í nóv. hefir bætzt við þessa upphæð, eftir því sem Gunnlaugur Briem hefir tekið upp gærur fyrir 432 þús. kr. og ull fyrir 391 þús. kr. M. ö. o. það er viðurkennt, að á þessu ári hefir verið selt fyrir ca. 11/2 millj. kr. til Þýzkalands, eða þrisvar sinnum meira en árið 1933 og meira en helmingi meira en 1934.

Nú er ákaflega fróðlegt að athuga. hvernig á því stendur, að það tekst fyrir bændur að ná meiri viðskiptum á þessu ári heldur un áður, og hvort aðgerðir ríkisstj. í þessu máli réttlæta þessar skaðabætur. eins og hv. Bændaflm. halda fram. Sannleikurinn er sá, að árið 1935 var málið tekið þeim tökum af ríkisstj. í samráði við innflutnings- og gjaldeyrisnefndina, að reynt var að halda til Þýzkalands innkaupum á öllum þeim vörum, sem þar fengust, og það jafnvel þó að þær væru dýrari þar heldur en annarsstaðar. Þetta var gert til þess að skapa markað í Þýzkalandi fyrir íslenzkar framleiðsluvörur, bæði sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir. Þetta var skipulagt á þann hátt, að Landsbankinn fékk fyrir atbeina ríkistj. samvinnu við þýzkan banka um að mega skulda framan af árinu fyrir vörur, sem síðan var hægt að borga seinni hluta árs með andvirði íslenzkra vara. M. ö. o., það liggur fyrir sem staðreynd í þessu máli, hvernig sem Bændaflm. reyna að bera stj. tortryggni í þessu máli, að beinlínis fyrir atbeina stj. og innflutnings og gjaldeyrisnefndar hefir tekizt að afla möguleika fyrir bændur til þess að selja þrisvar sinnum meira á þýskum markaði af vörum sínum heldur en þeir gerðu á því ári, sem hv. fyrri flm. till. sat á ráðherrastóli. Ef það eru einhverjir, sem hafa bakað sér skaðbótaskyldu í þessu máli. Þá er það ekki núv. stj. heldur þeir, sem fóru með völd framan af árinu 1934. Þeir hefðu haft tækifæri til þess að skipuleggja þetta, ef þeir hefðu haft viðsýni til þess. En þeir létu undir höfuð leggjast. Sá, sem þá var landbúnaðarráðh., þegar skipulagningin þurfti að fara fram, er einmitt sami maðurinn og er fyrri flm. þeirrar till., er hér liggur fyrir.

Vitanlega getur enginn skynbær maður, sem kynnir sér þetta mál. tekið till. alvarlega. En till. sýnir betur en nokkuð annað, sem fram hefir komið á Alþingi, vesaldóm þeirra manna, sem nú telja sig sitja í flokki. sem þeir telja bændaflokk, og hvernig allar þeirra till. snúast gegn þeim sjálfum, þegar framkvæmdir hv. 10. landsk., sem nú er fyrri flm. þessarar till., eru bornar saman við þær till., sem hann leyfir sér að bera fram í minni hl. í trausti þess, að þær verði felldar, til þess svo að geta sagt, að hann hefði getað komið þeim fram, ef hann hefði haft aðstöðu til þess að framkvæma þær. Ég vænti þess fastlega, að einhver af þeim hv. þm., sem hér eru viðstaddir, vilji flytja til Bændaflm. kjarnann úr þeim ummælum, sem ég hefi hér viðhaft.