01.11.1935
Neðri deild: 62. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 225 í C-deild Alþingistíðinda. (3630)

151. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Héðinn Valdimarsson:

Vegna þess að hv. 6. þm. Reykv. minntist á, að hann hefði hreyft frv. því, sem nú liggur fyrir sjútvn., en ekki er komið fyrir þingið, í fisksölunefndinni, vil ég taka það fram, að mér fannst hv. þm. gefa nokkuð villandi upplýsingar.

Það, sem þessi hv. þm. kom með, var ekki annað en það, að það gjald, sem nú er tekið af fiski og lagt í markaðs- og verðjöfnunarsjóð, yrði tekið úr ríkissjóði. Eftir upplýsingu hæstv. atvmrh. er ekki ætlazt til þess, heldur að gjaldið falli burt, vegna þess að hætt verði að veita fé í þessu augnamiði. En ég vil taka það fram, að ég hefi ekki orðið var við neinn sameiginlegan vilja hjá stjórnarfl. og Sjálfstfl. í þessu máli.