20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í C-deild Alþingistíðinda. (3647)

151. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt svo hljóðandi rökst. dagskrá frá meiri hl. sjútvn.:

„Þar eð fjvn. einum rómi, þar á meðal einn flm. þessa frv., hefir í till. sínum við frv. til fjárlaga fyrir árið 1936 áætlað tekjur af útflutningsgjaldi 700000 kr., og engin till. hefir komið fram til breyt. á þessu, heldur hefir sá tekjuliður þvert á móti verið samþ. í e. hlj. í sameinuðu Alþingi og ekkert útlit þannig er fyrir, að mál þetta nái fram að ganga, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

Þessi rökst. dagskrá liggur þá einnig fyrir hér til umr.