08.03.1935
Neðri deild: 23. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í C-deild Alþingistíðinda. (3859)

48. mál, fyrning verslunarskulda

Thor Thors:

Ég ætla ekki að fara að svara hv. þm. Mýr., þó hann minntist á ruslakistu, en ég geri ráð fyrir, að ef grípa þarf til ruslakistu hér í þinginu, verði ekki hjá því komizt að taka á honum. Ég vil aðeins benda á það, sem hv. flm. tók fram í framsöguræðu sinni, að þetta væri fyrst og fremst mál bænda. Ég get þó fyllilega skilið það, að hinn virðulegi form. landbn. nenni ekki að athuga þetta frv. eða eiga við það. En mér finnst, að hv. þdm. ættu að taka það til athugunar, hvort ekki væri rétt að gera hv. flm. það til hæfis að vísa þessu frv. nú til manna, sem hafa betri þekkingu á því en meiri hl. allshn. á síðasta þingi.