16.03.1935
Neðri deild: 30. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 506 í C-deild Alþingistíðinda. (3984)

90. mál, sauðfjárbaðanir

Flm. (Pétur Ottesen):

Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta mál, því að það er búið að ræða talsvert um það í sambandi við annað frv. Við flm. þessa frv. höfum leyft okkur að bera það fram til breyt. við 1. um sauðfjárbaðanir. Vona ég, að allir hv. þm. geti orðið sammála um þetta, hvort sem frv. um útrýming fjárkláðans verður að l. eða ekki, því að það er nauðsynlegt að tryggja gagnsemi sauðfjárbaðana á líkan hátt og gert er ráð fyrir í frv. því, sem hér liggur fyrir.

Þetta mál er búið að vera til umr. í hv. landbn. og þarf því ekki að fara til hennar aftur, og vona ég, að hv. d. geti fallizt á að láta málið ganga sinn gang áfram.