11.03.1935
Efri deild: 22. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í C-deild Alþingistíðinda. (4417)

36. mál, prentsmiðjur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Með frv. þessu er farið fram á það, að bókasafnið á Siglufirði fái að njóta sama réttar eins og önnur bókasöfn hér á landi, sem hafa verið tekin upp í þessi lög. M. ö. o., að það fái allar þær íslenzkar bækur, sem prentsmiðjurnar prenta, án sérstaks endurgjalds. Ég sé ekki annað en bókasafnið á Siglufirði sé algerlega hliðstætt við bókasafnið á Ísafirði, sem hefir fengið þennan rétt. Menntmn. hefir athugað þetta frv. og fallizt á þau rök, sem að því liggja, og leggur til, að það sé samþ. óbreytt. Ég sé, að hér á dagskrá er komin brtt., en ég hefi ekki séð hana og veit ekkert, um hvað hún er.