20.11.1935
Neðri deild: 78. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í D-deild Alþingistíðinda. (4914)

178. mál, strandvarnir við Vestmannaeyjar

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Það er mikilsvert, að hægt sé að koma á fullkominni landhelgisgæzlu á sem heppilegastan hátt og með sem minnstum tilkostnaði. Þetta árið lítur út fyrir, að kostnaðurinn verði nokkuð hár líklega nálægt 600 þús. kr. Tekjur af landhelgisgæzlunni fara minnkandi, og það verður alltaf minna, sem þaðan er hægt að leggja at mörkum til móts við ríkissjóð. Í fjvn. hafa farið fram ýmsar bollaleggingar um það á hvern hátt hægt sé að koma landhelgisgæzlunni fyrir á sem ódýrastan hátt, þannig, að þó sé gagn að. Þetta er vandasamt mál, og verður um það að taka tillit til margskonar tillagna, er fram koma. Vildi ég því gera það að till. minni, að málinu yrði vísað til sjútvn. og þessari umr. frestað. Beini ég því þá um leið til n., að hún athugi landhelgismálin í heild, tali við Pálma Loftsson og fái upplýsingar hjá honum um kostnað o. s. frv. Ennfremur ætti sjútvn. að kynna sér till. þær, sem uppi hafa verið í þessu efni í fjvn.

Ég vænti þess að þessi orð mín verði ekki tekin þannig, að ég vilji koma málinu fyrir kattarnef. En þetta er svo mikið mál, að sjálfsagt virðist, að það verði athugað í sambandi við landhelgismálin í deild. Á þyngd.fundi geta menn ekki fengið nauðsynlega yfirsýn yfir þetta mál.