26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í B-deild Alþingistíðinda. (644)

129. mál, sala og útflutningur á ýmsum íslenzkum afurðum

Frsm. (Jóhann Jósefsson) [óyfirl.]:

Sjútvn. hefir athugað þetta frv. Eins og menn muna, urðu þegar við 1. umr. hér í d. nokkrar umr. um það og jafnvel ágreiningur um það, hvernig n. sú, sem gert er ráð fyrir í frv., skuli saman sett. Þegar frv. var fyrst lagt hér fram, var ekki gert ráð fyrir neinni sérstakri n. til þess að hafa veitingu útflutningsleyfanna með höndum, en það komst inn í frv. í Ed. Nú er það svo, að atvmrn. veitir leyfi til að flytja út þær vörur, sem ríkisstj. er heimilað að hlutast til um útflutning á. Þó er síld þar undanskilin, því síldarútvegsnefnd veitir útflutningsleyfi fyrir hana, og útflutningsleyfi fyrir fisk veitir fiskimálanefnd. Nú leit svo út, að þó n. yrði skipuð eins og frv. gerði ráð fyrir eins og það kom til sjútvn., þá væri ætlazt til, að síldarútvegsnefnd og fiskmálanefnd héldu áfram að veita útflutningsleyfi fyrir síld og fisk, og sá n. þá ekki, að það væri til neinna bóta að fara að skipa sérstaka nefnd í þetta. Hinsvegar sá hún, að það mundi ekki geta orðið kostnaðarlaust að hafa sérstaka stofnun til að veita útflutningsleyfin, og taldi mega una við það fyrirkomulag, sem er, að síldarútvegsnefnd og fiskimálanefnd veiti leyfi fyrir þær vörur, sem beinlínis heyra undir þær, en ráðuneytið veiti leyfin að öðru leyti. N. hefir því leyft sér að fara þetta í einfaldara horf frá því, sem er í frv., og komið með brtt. í þá átt, eins og nál. á þskj. 592 ber með sér. Samkv. þeim á að koma á eftir orðunum „að leyfi“ í 1. gr.: atvinnumálaráðherra, — og aftan við greinina bætist það ákvæði, að ráðh. geti sett nánari fyrirmæli um framkvæmd þessara laga. En sem sagt er það aðalatriðið, að niður falli að hafa eigi sérstaka n. til leyfisveitinganna og það starf falli undir ráðuneytið og þá aðra aðila, sem það heyrir undir nú.