12.10.1935
Sameinað þing: 14. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2370 í B-deild Alþingistíðinda. (69)

Kæra um kjörgengi

Jón Baldvinsson [óyfirl.]:

Í stuttri ræðu í dag gerði hv. frsm. meiri hl. kjörbréfan. svo skýra grein fyrir aðstöðu meiri hl. n. og fyrir till. til rökst. dagskrár, að þar við er engu bætandi í rauninni. Mér hefir ekki fundizt neitt koma fram í þessum umr., sem geti hnekkt því. Hann skýrði alveg rólega frá því, hvaða ráðstafanir stjskr. gerði, þegar um slík tilfelli er að ræða og kæru Bændafl. Það er sem sé augljóst, að samkv. stjskr. og kosningalögunum hefir þingið ekki heimild til þess að víkja þm. burt eftir að Það hefir tekið kosningu hans gilda, að almennum kosningum afstöðnum, nema á þann hátt, sem hv. þm. Barð. tók fram í ræðu sinni. Þingið getur því ekki tekið umboð af hv. 2. landsk. Stjórnlagafræðingur, sem kennt hefir við háskólann hér, en er nú dáinn, hefir sagt, að umboð, sem búið sé að veita þm. af þinginu sjálfu, sé óafturtakanlegt.

Þegar þingið er byrjað, er ekki hægt að taka aftur umboð af þm., nema því aðeins að hann hafi misst eitthvert kjörgengisskilyrði, eins og tiltekið er í stjskr. Þau ákvæði 133. gr. kosningalaganna, sem andstæðingarnir reyna að nota til að sanna sína skoðun, staðfesta þetta einmitt beinlínis. Þessi ákvæði stjskr. og kosningal. eru svo skýr, að ekki getur verið um að villast, hvernig skilja beri, hvernig sem persónulegar óskir manna kynnu að vera í þessu efni.

Það hefir verið vikið lítilsháttar að Alþfl. í þessum umr. Hv. þm. V.-Sk. var með svigurmæli í hans garð og sagði, að hann hefði gengið á gefin loforð o. s. frv. Ég álít, að þessu þurfi varla að svara. Þessu var einungis slegið fram, órökstuddu, sem við var að búast. Alþfl. hefir aldrei brugðizt um fylgi sitt við það að gera kosningalögin og stjskr. svo úr garði sem til var ætlazt, þegar hann stóð í samvinnu við Sjálfstfl. um það mál. Aftur á móti verð ég að segja, að mér fannst nokkrir sjálfstæðismenn bregðast, þegar verið var að ganga frá stjskr. og kosningalögunum, aðrir en Jón heitinn Þorláksson. Hann stóð fast með því, sem um var samið. En svo kemur annað til athugunar, sem hv. form. Sjálfstfl. vakti upp, en það eru þær persónulegu tilfinningar, sem menn kynnu að hafa í sambandi við þetta mál. En þegar farið er að tala um þær, þá er búið að sleppa grundvelli stjskr. Þá er það persónulegur geðþótti, sem menn fara eftir. Menn geta litið á það eftir eigin tilfinningu, hvort þm. fer úr flokki af því, að honum er þar ekki vært, eða af því„ að hann hafi svikið hann. En þá eru menn komnir út fyrir hinn sanna grundvöll þessa máls.— Viðvíkjandi því, sem hv. þm. G.-K. var að víkja að Alþfl., vil ég aðeins segja það, að hann telur sig standa við ákvæði stjskr., þar sem hann álítur ekki hægt samkv. henni og kosningalögunum að hrinda hv. 2. landsk. burt af þingi. Alþfl. ætlar að vernda stjskr. með því að standa með ákvæðum hennar. Hv. þm. G.-K. var í rauninni kominn inn á annan grundvöll heldur en lögfræðingar Sjálfstfl., hv. 1. þm. Skagf. og hv. þm. V.-Sk., því að hann talaði um þetta sem æskilegan hlut, að menn segðu sig úr flokki undir þeim kringumstæðum, sem hér um ræðir. Til þess að einhver heimild væri í lögunum til að svipta landsk. þm. rétti til að vera á þingi, hefti þurft að vera sérstakt ákvæði í stjskr., sem ekki er þar. Ég hefi skrifað upp stutt uppkast að slíku ákvæði, sem þyrfti að gera í stjskr., svo að unnt væri að víkja hv. 2. landsk. af þingi. Það hljóðar svo: „Nú telur meiri hluti stjórnmálaflokks, að landskjörinn þingm. gangi móti málum flokksins; þá getur flokkurinn vikið honum burt, og skal þá varamaður hans taka sæti hans, og eins ef þingm. segir sig úr flokki.“ En þetta ákvæði er bara ekki til í stjskr. Mér er sem ég sjái framan í Bændafl„ ef komið yrði með slíka till. í stjskr.! Það yrði ekki lengi verið að drepa hana.