05.05.1936
Neðri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í D-deild Alþingistíðinda. (3218)

77. mál, síldveiði í Faxaflóa og fyrir suðurströnd landsins

*Flm. (Ólafur Thors):

Það eru aðeins örfá orð. Ég kvaddi mér eingöngu hljóðs til þess að láta þær upplýsingar fylgja, að þau ummæli, sem ég las upp áðan og höfð voru eftir Mr. Duncan, sem nú er látinn, eru eftir Haraldi Böðvarssyni útvegsmanni á Akranesi. Þessi ummæli lýsir hv. þm. Ísaf. ósönn. Ég læt alla, sem þennan mann þekkja, Harald Böðvarsson, um það, hvort þeim þyki það trúlegt, að hann ætli að byggja upp sinn veg með því að ljúga upp á látinn mann. Þetta er alkunnur heiðursmaður, og engum, sem þekkir hann, mundi detta í hug, að hann freistaðist til að grípa til slíkra ráða sér til framdráttar.