27.03.1936
Efri deild: 35. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

93. mál, Menningarsjóður

*Frsm. (Jónas Jónsson):

Ég ætla ekki að tala lengi um málið. Málið var rætt allmikið hér í vetur og var þá samþ. þál., sem varð grundvöllur þessa frv. Síðan hefir kennslumálaráðh. haft málið til meðferðar og því næst meiri hl. menntamálaráðs. Ég get ekki fullyrt, að allt ráðið hafi verið málinu fylgjandi, því að einn maður var ekki á fundi, þegar um það var rætt.

Þar sem hér er aðeins um flutning að ræða, en frv. hefir ekki verið til meðferðar í menntmn., legg ég til, að því verði vísað þangað. Býst ég við, að málið verði ýtarlegar rætt við 2. umr., og mun ég því ekki fara um það fleiri orðum að þessu sinni.