19.04.1937
Neðri deild: 43. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í C-deild Alþingistíðinda. (1843)

93. mál, hraðfrysting fisks

Bergur Jónsson:

Eins og menn sjá á nál., eru allir nm. sammála um stefnu frv. Hinsvegar greinir menn á um, hvaða leið ætti að fara í þessu máli, eins og ástatt er nú með þingið, og einn af nm., fulltrúi Sjálfstfl. í sjútvn., hv. þm. Vestm., lýsti yfir því við umr. um sjávarútvegsmál, að hann mundi hallast að þeirri leið, sem ég og hv. 2. þm. N.-M. höfum viljað fara, sem sé að afgr. málið með þáltill. Þess vegna þykir mér óþarft að vera að tefja tíma hv. þd. meira með þessu frv. og greiði því atkv. á móti málinu.