17.04.1937
Sameinað þing: 11. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í D-deild Alþingistíðinda. (2374)

45. mál, sjávarágangur í Vestmannaeyjum

*Jóhann Jósefsson:

Ég tók eftir því, að hæstv. forseti mæltist til þess, að þm. tefðu þessar umr. sem allra minnst. Í því sambandi vil ég taka það fram, að mér þykir ræða hv. 9. landsk. einkennileg.

Ég vil þakka hv. fjvn. fyrir afgreiðslu þessa máls. Ég hefi ekkert við það að athuga, þó að orðalaginu á till. sé breytt og rannsókn fari fram, áður en ráðizt sé í það, sem gera skal. Það er rökrétt hugsun, sem liggur þar til grundvallar.

Að því er snertir ummæli hv. 9. landsk. um það, hvar þetta mál ætti upptök sín, þá geri ég ráð fyrir, að Alþingi láti sig það ekki miklu skipta. En vegna þess, að hann virtist vera að gera tilraun til að draga málið í sérstakan dilk og vitnaði í blaðagreinar hv. 3. landsk. og bréf, þá vil ég minna á, að á þingmálafundi, sem var haldinn í Vestmannaeyjum fyrri hluta jan., var borin fram till. um þetta, sem var rædd og afgr. og fór síðan þá boðleið, sem hingað til hefir verið álitin rétt í slíkum málum, að þm. hvers kjördæmis leggi málin fyrir Alþingi.

Meira hefi ég svo ekki um þetta að segja. En ég vona, að það auðnist að koma þessum frumkvæmdum í verk á næsta sumri, sem fjvn. leggur einróma til, að gerðar verði.