12.04.1937
Neðri deild: 36. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (859)

24. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Garðar Þorsteinsson:

Ég skal strax taka það fram, að ég er með frv. eins og það liggur fyrir og mun greiða því atkv. eins og það er og móti slíkri hreppapólitík, er kemur fram í ýmsum till. hv. þm. En hinsvegar vil ég játa það, ef á að fara að skipta þessum veiðisvæðum kringum land í nánar tilgreind minni veiðisvæði eingöngu til að veiða þar á skipum, sem skrásett eru í hlutaðeigandi lögsagnarumdæmi, þá get ég ekki annað en komið fram með eina till. í þá átt, að skipum, sem eru skrásett á svæðinu frá Hrútafjarðarbotni til Langaness, skuli einum heimilt að veiða á því svæði. Ég orða þetta þó ekki sem brtt. við þær brtt., sem hafa komið fram, heldur orða þetta sem varatill., er ekki verði borin upp sem brtt., en komi því aðeins til atkvæða, að þær till., sem fram eru komnar á þskj. 278 og 275 verði samþ. Ef þær falla, þá sé þessi þar með sjálffallin. Ég mun greiða atkv. móti þeim till., en með minni till., verði þær samþ.