03.12.1937
Efri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í B-deild Alþingistíðinda. (1017)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Allshn. hefir haldið einn fund um þetta mál, þar sem nefndin öll var mætt. Á þeim fundi kom það glögglega í ljós, að n. var einhuga um, að frv. ætti fram að ganga. Hinsvegar var talað um nokkrar breytingar, en á fundi, sem n. hélt síðar um málið, voru þó engar brtt. samþ. frá n. í heild. Á þeim fundi mættu aðeins tveir nm. Einn þeirra var þá veikur með þeim afleiðingum, sem öllum eru kunnar.

Meiri hl. n. áleit því rétt, þar sem öll n. virtist sammála um að frv. ætti að verða að l., að réttast væri að afgr. það til hv. d. án brtt.

Siðan er eins og kunnugt er nýr maður kominn í n., en eftir það hefir n. ekki haft tíma til að athuga frv., svo þær brtt., séum. kynni að gera, verða því að bíða 3. umr. Ég sé því ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um frv. Það er enginn ágreiningur í n. um meginatriði þess, og mér því ekki vitanlegt, að n. komi til að flytja við það neinar stórvægilegar brtt. Hinsvegar eru fram komnar brtt. við frv. frá hv. 1. landsk., en þar sem hann hefir ekki talað fyrir þeim, mun ég ekki gera þær að umræðuefni í þessari ræðu. Það er ljóst, að ef mál þetta á fram að ganga, má engin töf verða á meðferð þess, og vill n. því ekki fyrir sitt leyti tefja það.