13.12.1937
Neðri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (1055)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Þetta frv. hefir þegar verið til meðferðar í fjhn., eins og fram kemur á þskj. 317. Einstakir nm. lýstu sig ósamþykka sumum ákvæðum frv., en þó hefir n. orðið sammála um að mæla með frv. En nm. áskildu sér rétt til að bera fram brtt. við frv., eða fylgja brtt., sem fram kynnu að koma. Ég vil um leið gera grein fyrir brtt., sem við 3 nm. flytjum á þskj. 335, sem mun verða útbýtt á þessum fundi. Það er eingöngu við 3. kafla frv., sem fjallar um eftirlit með bæjar- og sveitarfélögum. Ég skal þó taka það fram, að þessar brtt. okkar raska ekki efni frv., heldur er þar aðeins að ræða um orðabreyt. og nánari ákvæði í einstökum atriðum. T. d. við 16. gr. berum við fram brtt. um að sá eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna, sem atvmrh. er heimilt að skipa samkv. þeirri gr., skuli vera starfandi í atvinnumálaráðuneytinu, til þess að koma fram vilja okkar um það, að hér verði ekki um sérstaka eftirlitsstofnun að ræða. Svo eru nokkrar orðabreyt. í öðrum gr. í samræmi við þetta; t. d. gerum við till. um að fella niður eina gr. án þess að það raski nokkuð efni frv., en verður aðeins til þess að stytta þann kafla.

Ég vil geta þess, að áður en við fluttum þessar brtt., lögðum við þær fyrir atvmrh. og fjmrh., og höfðu þeir ekkert við þær að athuga.