03.12.1937
Neðri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í D-deild Alþingistíðinda. (2195)

118. mál, raforka frá Ísafirði

Flm. (Vilmundur Jónsson):

Ég þarf varla að eyða mörgum orðum að till. þessari, því að ég hefi sagt allt í grg., sem um hana er að segja. Kringum Ísafjörð eru nokkur þorp, bæði í Norður- og Vestur-Ísafjarðarsýslu, sem öll búa við skort á rafmagni og öll hafa mikinn áhuga á að geta virkjað sér til nota fallvötn í grennd við sig. En svo skammt er til Ísafjarðar, að það er a. m. k. álitamál, hvort ekki borgar sig betur að leggja rafmagnsleiðslur frá Ísafirði til allra þessara þorpa eða mjög margra þeirra. Ísfirðingar hafa nýlega komið sér upp rafmagnsstöð og eiga mikinn afgang af rafmagni, auk þess sem útlit er fyrir, að þar og í grennd megi enn bæta við miklu afli með tiltölulega mjög litlum kostnaði.

Það, sem farið er fram á með þessari till., er ekkert annað en það, að ríkisstj. sé falið að láta sína eigin sérfræðinga athuga þetta mál og gera till. um, hvað mikið kosti leiðslur til þeirra staða, sem nefndir eru í till., og hvort þær svari kostnaði. Kemur þá í ljós, hvort einhver þorpanna geti hér ekki komið til greina, og verði þá að leita annara úrræða um sín rafmagnsmál og undirbúa þau samkvæmt því.

Ég hefi svo ekki þessi orð fleiri, en vona, að till. fái góðar undirtektir.