21.12.1937
Sameinað þing: 18. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í D-deild Alþingistíðinda. (2356)

121. mál, Gilsnáma í Hólshreppi

Flm. (Sigurður Kristjánsson):

Það er nú búið að samþ. litla fjárhæð til þessarar rannsóknar. En sú fjárhæð er sett út í hött og ekki í samræmi við það, sem þetta kynni að kosta. Það má búast við, að það þurfi að fá sérfróða verkfræðinga til að framkvæma þetta verk. En það litur út fyrir, að um mjög merkilega námu sé að ræða þarna, og væri þess vegna vert að kosta nokkru til rannsóknar hennar, í von um arðvænlegan námurekstur.