18.11.1937
Sameinað þing: 7. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í D-deild Alþingistíðinda. (2474)

91. mál, síldarmjöl til fóðurbætis

*Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Af því að ég er meðflm. að þessari till., sem hér er til umr., þá vil ég taka fram nokkur atriði, sem mér þykir þörf á sumpart að leiðrétta og sumpart að ítreka.

Það er rétt hjá hv. l. þm. N.-M., að takmörkin fyrir óþurrkasvæðinu á s.l. sumri eru ennþá nokkuð óglögg. Það er sem sé óvíst ennþá, hvar byrji að austan hið mesta óþurrkasvæði. Mun það sanni næst, að það byrji austast í AusturSkaftafellssýslu. eða í Lónssveit. En samt er það svo, að þótt takmörkin séu ekki ákveðin og sumstaðar á óþurrkasvæðinu hafi veðrið verið nokkuð misjafnt eflir vikum og dögum, þá er þó svæðið sem heild mjög ákveðið. Hvar takmörkin geta talizt á því versta og því skársta, kemur ekki svo mikið málinu við, því að hér er ekki rerið að tala um að ákveða, hvað stórt þetta svæði sé. Hér er aðeins verið að gera ráð fyrir því að efla til ráðstafana til þess að létta undir með þeim, sem urðu fyrir hinum miklu skakkaföllum af völdum óþurrkanna, til þess að koma sínum fjárstofni áfram. Hér á Suðurlandi eru fóðurbætiskaup nokkuð mikil um garð gengin. Það er búið að panta mikinn fóðurbæti, og sumstaðar jafnvel búið að flytja hann heim, en þó ekki nærri alstaðar. Í Austur-Skaftafellssýslu er t. d. ekki nærri lokið flutningum, og svo mun víða vera. Enn er hitt, að greiðslur hafa enn ekki farið fram. Það hafa verið gerðar ráðstafanir til greiðsina, en annað ekki, gefnar út ávísanir eða gert ráð fyrir, að greiðslur fari fram á sínum tíma. Og er því sýnt, að málið torveldast ekki í meðferðinni af þeim sökum, að búið sé að gera ráðstafanir, sem hindri það, að þetta geti komið að eðlilegum og nokkuð liðugum notum. Hinsvegar tekur till. það líka beinlínis fram, að þótt svo væri, að menn hafi þegar að öllu leyti aflað sér fóðurbætis, — sem mun vera í langflesfum tilfellum —, þá skuli það sama gilda um þá og hina, sem enn eiga það ógert. Þetta hindrar því alls ekki gang málsins. Mér skildist einnig á hv. 1. þm. N.-M., að hann áliti, að þessu mætti haga á skynsamlegan og auðveldan hátt. Það er líka svo til ætlazt, að um þetta fjalli sá aðili, sem bezt má til þess treysta, sem sé Búnaðarfélag Íslands, að fengnum till. frá þeim búnaðarsamböndum, sem hlut eiga að máli. Ríkisstj. þarf því eigi sjálf að gera sér neina sérstaka grein fyrir þessu máli, aðra en þá, sem hér kemur mjög til — að sjá fyrir því fé, sem til [tessa þarf.

Hv. 1. þm. N.-M. fannst hér ekki vera meiri hætta á ferðum en það, að ekki yrði komið upp um eitt ár þeirri tryggingu, sem ella væri eðlileg á fjárstofni þessara héraða. En sannleikurinn er sá, að þó svo væri, að þetta gerði ekki sérlega mikið til, þá er málið alls ekki lyst með því, þar sem svo mikið hefir kveðið að óþurrkunum — og heyfengur þar af leiðandi lítill og hrakinn —, að óhugsandi er, að bændur almennt geti komizt af, nema með afarmikilli rýrnun á sínum aðalfjárstofni. Nú er það vitað, að menn haga sínum ásetningi misjafnlega, en það er rík hvöt hjá mönnum í svona árferði að vera varir um sig. Og ég veit, að menn hafa verið það hér á Suðurlandi nú á þessu hausti, og hafa ekki ætlað sér um of. En þó svo væri, þá fullyrði ég, að þörfin er brýn til þess að hlaupa undir bagga. þú getur verið, að þetta sýni sig ekki fyrr en á næsta vori. Ég þá er komið að því, sem hv. 1. þm. N.-M. telur ef til vill æskilegast, að allt komist í öngþveiti undir vorið, með hallæri og niðurdrápi fjár, nema hlaupið sé undir bagga með ríkisstyrk, eins og gert var í hitteðfyrra. En það er of seint að byrgja brunninn. þegar barnið er dottið í hann. Það er of seint að ætla sér með ríkisstyrk að koma fólkinu til hjálpar, sem mjög má deila um eftir á, hvort farið hafi skynsamlega að ráði sínu. Hitt ætti að vera reglan, að uppala fólkið til þess að sjá sér sjálft farborða og treysta aldrei upp á það, að komið geti til að einhver verði að hjálpa, ef ekki á að verða hrun. Þessi hv. þm. hefir sjálfur látið þá skoðun í ljós annarsstað,r, að hann óski ekki, að bændur setji „á guð og gaddinn“. Ætti hann því að íhuga það, að sú aðferðin er betri, sem við flm. þessarar till. viljum hafa, að aðstoða bændur til þess að sjá fyrirfram farboða sínum stofni, heldur en að láta reka á reiðanum og rjúka svo í dauðans ofboði til hjálpar, þegar allt er komið í öngþveiti.

Það er rétt, að sýnilegt var þegar í stað, að áætlun sú, sem Búnaðarfélag Íslands gerði um væntanlega fóðurbætisþörf s.l. haust, var of há. En það raskar ekki því, að rétt var að gera einhverja gangskör, fyrst og fremst að gera þessa áætlun og í annan stað að hlaupa undir bagga með þeim héruðum, sem vitanlega þurftu að fá miklu meiri fóðurbæti en venja hefir verið. Og gerir það því hvorki til né frá, hvort áætlunin hefir staðizt eða ekki. Við vitum, að hún stóðst ekki, og er það gott og sizt neinum að álasa fyrir það, því að þeim mun minni verður sú hjálp, sem til greina gæti komið. Enda er ekki sagt í grg. till. annað en það, að þessi áætlun var svona há. Og veit hv. þm. bezt sjálfur, hvernig hún var undirbúin. Ég hneykslast ekki á þeirri áætlun, því að ég veit, að hún var gerð af góðum vilja til þess að fá yfirlit yfir málið eins og það þá horfði við.

Þá sagði þessi sami hv. þm., að það leyndi sér ekki, að till. væri flutt af landsk. þm. Ég veit nú ekki, hvaða ástæðu ég hefi gefið til þess að vera kallaður landsk., — ennþá er ég héraðskjörinn. En þó svo væri, þá teldi ég mér það ekki neina minnkun, enda virðist sem þm. telji sér það nokkurn sóma — ef svo mætti að orði komast, — því að betra er að komast að sem landsk heldur en alls ekki. Og það, að aðalflm. till. er landsk. þm., ætti einmitt að vera meðmæli með henni, því að það sýnir, að hann tekur viðar tillit en til síns héraðs, ef hann telur sig ekki eingöngu bundinn við það.

Þá ætla ég að leyfa mér að víkja nokkrum orðum að hv. þm. Ísaf. (FJ). Eins og honum er lagið. blandaði hann saman mönnum, málefnum og flokkum, og taldi hann, að hér væri einhver ósvinna á ferðum, sem hann vildi eigna Sjálfstfl. Og skoraði hann á þá, sem væru stjórnendur flokksins; að gefa til kynna með þetta. Ég get fullvissað hv. þm. um það, að þó að þeir sætu hér, þá mundi þeim ekki koma til hugar að virða þessa spurningu hans svars. Það ætti hann líka að vita af eigin reynd og viðureign sinni við þá. En ég verð að taka undir með meðflm. mínum um það, að þetta kemur ekki málinu við. Till. kemur fram eins og hún sýnir sig, og flm. hennar standa fyrir sínu máli, en öðrum er þar ekki til að þreifa í umr., nema til kynna hafi verið gefið, að einn eða annar flokkur standi óskiptur að málinu. Þess vegna er þetta úti á þekju og eins og hvert annað vandræðafálm hjá hv. þm., enda mun honum hafa verið það ljóst, að hann var kominn út á hálan ís, og þess vegna viljað víkja málinu á víðari grundvöll; en það getur nú orðið varasamt, því að grundvöllurinn getur þá orðið ennþá viðari og að lokum snert þá, sem víkja vilja málinu við.

Þessum hv. þm. fannst til mikils vera mælzt af okkur flm. till. með því að fara fram á, að einum aðilja sé ívilnað — sem sé búandmönnum landsins — með því, að taka frá þeim fátæku, sem að ríkisverksmiðjunum stæðu. Ég hefi nú ekki heyrt það fyrr, að að ríkisverksmiðjunum stæðu tómir fátæklingar. Ég held, að til sanns vegar megi færa, að þar standi að ýmsir, sem nokkuð geta borið. Og er þar fyrst og fremst ríkið sjálft, sem við ætlumst til, að hér standi að, sumpart með því, að verksmiðjur þess taki þátt í þessu — þó vitanlega á þann hátt, sem ríkisstj. í samráði við Alþ. þætti réttast —, og sumpart með því að standa undir þeim kostnaði, sem af framkvæmd þessara ráðstafana hlytist. Í öðru lagi stendur að þessum verksmiðjum fólk, sem vitanlega er misjafnlega stætt, en stundar þann atvinnuveg, sem öllum kemur saman um, að er uppgripavinna og annars eðlis en vinna bændanna. Bændur geta aldrei átt von á því að geta dregið í happdrætti forsjónarinnar, eins og þeir aðiljar, sem að síldarútveginum standa. En það hefir verið skoðun mín og annara, að svo bezt sé atvinnuvegum landsins borgið, að þeir önnuðust að miklu leyti hver annars hag, með því að vera viðbúnir að liðsinna og hjálpa hver öðrum. Og ég lét mér satt að segja til hugar koma í sumar, að það mundi auðvelt að fá ríkisstj. til þess að láta verksmiðjurnar miðla fóðurbæti við verði, sem væri það mikið lægra en almennt söluverð, að búandmenn, sem nauðulega væru staddir, gætu talið sér hag að því að kaupa það. Út af þessu lenti í miklu þjarki, en niðurstaðan varð sú, að hið opinbera þóttist ekki geta selt bændum síldarmjöl fyrir minna en kostnaðarverð. M. ö. o., hið opinbera hagaði sér hér eins og hver annar viðskiptamaður, sem ekki vill skaðast.

Hér er um það að ræða, hver eigi að standa straum af hjálpinni. Og það opinbera á að hjálpa bændum, ef í nauðirnar rekur, m. a. með því að selja þeim fóðurbæti úr ríkisverksmiðjunum við vægara verði en talizt getur kostnaðarverð.

Hv. þm. Ísaf. var að tala um það, að þetta yrðu mikil útgjöld, og er undarlegt að heyra slíkt einmitt frá honum. Allir vita, hvernig farið hefir með ríkisverksmiðjurnar undir handleiðslu þessa hv. þm. Kostnaður við rekstur þeirra hefir orðið svo gífurlegur, að það nær engri átt, ef slík eyðsla verður ekki sett undir opinbera rannsókn. Ég skal nefna það sem dæmi um stjórn þessa hv. þm. á ríkisverksmiðjunum, að fyrir tveim árum fóru þrír menn frá starfi í ríkisverksmiðju, en fimmtán manns voru teknir í staðinn. Enginn efast um, að framleiðslukostnaðurinn hlýtur að vaxa gífurlega með svo gálauslegri stj. Mér hefir verið tjáð, að framleiðslukostnaður síldarmjöls á Seyðisfirði, en þar er lítil verksmiðja, sé 3.50 kr., á Djúpuvík 3.36 kr., en í stóru verksmiðjunum, þar sem hv. þm. Ísaf. stjórnar, er framleiðslukostnaðurinn yfir 4.00 kr. á mál. Samt hlýtur framleiðslukostnaðurinn raun verulega að vera miklu minni þar en í litlu verksmiðjunum. Þessi hv. þm. ætti því ekki að blanda sér mjög í annara manna mál, meðan svona er ástatt hjá honum sjálfum. Ég nefni þetta aðeins í þeim tilgangi að sýna, að hv. þm. er á hálum ís, þegar hann talar um, að ríkisverksmiðjurnar mættu ekki við því að selja fóðurbæti til bændanna lægra verði vegna neyðarástands þess, er nú ríkir í sveitunum. Hv. þm. Ísaf. hefir ráðizt í ýmsar framkvæmdir upp á eigin spýtur, sem hafa haft langtum meiri kostnað í för með sér, svo sem hina víðfrægu þróarbyggingu á Siglufirði, sem sagt er, að kostað hafi 250 þús. kr., og nú kvað eiga að bæta þar við vélum, sem kosta álíka mikið. Það er því ekki bara síld, sem mokað er í þró þessa, heldur líka hálf millj. kr. Hvað hefði ekki mátt gera fyrir þessa hálfu millj. króna? Fyrir það fé má koma upp verksmiðju, sem ynni úr 80 þús. málum á síldarvertiðinni. — Mér er ekki kunnugt um, hversu lengi hv. þm. ætlar að vera við stjórn þar norður frá, en hitt er víst, að allir þeir, sem ekki eru rammflæktir í neti stjórnarflokkanna, telja, að hann sé búinn að vera þar of lengi nú þegar, og það muni seint bætt, sem honum hafi tekizt að afreka þar.