30.11.1937
Neðri deild: 39. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

95. mál, kaup á Reykhólum

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Allshn. hefir orðið sammála um að leggja til, að frv. þetta verði samþ. með því að orða um 1. gr. þess. Breytingin á greininni er fólgin í því, að í stað þess, að í frv. segir, að takist ekki samningar um kaup á jörðinni, þá sé ríkisstj. heimilt að taka hana eignarnámi, komi það í fyrsta lagi, að nota skuli jörðina fyrir samvinnubyggð eða til annara almennra nota, og í öðru lagi á nýbýlastjórn ríkisins að mæla með kaupunum og sýslunefnd Austur-Barðastrandarsýslu.

Við 1. umr. var gerð grein fyrir þeirri nauðsyn, sem á því er, að ríkið kaupi þessa jörð, og sömuleiðis er hægt að finna hana í grg. frv. Vænti ég svo, að hv. deild taki máli þessu eins vel og allshn. tók því.