03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í B-deild Alþingistíðinda. (1018)

46. mál, samvinnufélög

*Stefán Stefánsson:

Herra forseti! Ég hefi leyft mér að bera fram brtt. á þskj. 397, ásamt hv. þm. A.-Húnv., við þetta frv. á þskj. ól, um breyt. á l. um samvinnufélög. Ég skal taka það strax fram, að breyt. eru miðaðar við það, að samhliða núgildandi venju sé heimiluð hlutfallskosning til félagsfunda og deildafunda. ef 1/10 fundarmanna óskar þess. Þessar breyt. eru miðaðar við það, að yfirleitt stefnir öll þróunin í kosningafyrirkomulaginu hér á landi, eins og bjá öðrum þjóðum, í þá átt, að heimila hlutfallskosningar, en leggja niður hinn gamla sið, að einfaldur meiri hluti ráði úrslitum. Ég vil minna á það, að hlutfallskosningar til Alþ. eru viðhafðar hér í Reykjavík, og þannig eru uppbótarþm. kosnir, sem nú eiga sæti hér á Alþ., og sömuleiðis nýjustu ákvæðin um breyt. á sveitarstjórnarl. Allt þetta, sem ég nú hefi nefnt, miðar í þá átt, að tryggja lýðræðið sem bezt. Þess vegna hefir samkv. nýju jarðræktarl. verið lagður niður hinn gamli siður, að láta einfaldan meiri hl. ráða, og teknar upp hlutfallskosningar til búnaðarþings. Búnaðarfélagsskapurinn hefir komið upp þessu kosningafyrirkomulagi. Það er mishermi hjá hv. l. þm. Árn., er hann getur þess í grg. frv. til jarðræktarlaga. er hann flutti 1936, að kosningar búnaðarfélaganna hafi verið óbeppilegt brot á öllum lýðræðisreglum. Ég tel lítinn vafa á því, að mér takist að sannfæra flokksmenn hv. 1. þm. Árn. um, að það sé ekki neitt breyt á öllum lýðræðisreglum að nota hlutfallskosningar í búnaðarfélögunum. En sé svo, þá er það ekki síður brot að því er samvinnufélögin snertir. Stefna þess félagsskapar hefir hingað til talið sig ópólitíska, enda þótt þau hafi ekki að öllu leyti getað komizt fram hjá hinum pólitísku skerjum; hefir slíkt vakið meiri og minni óánægju meðal fylgismanna samvinnufélagsskaparins og orðið þess valdandi, að samvinnustefnan hefir ekki náð eins miklum vinsældum og framgangi sem æskilegt hefði verið. við, ég og hv. þm. A.-Húnv., berum fram þessa brtt. til þess að ráða á því nokkra bót. Getur þessi till. orðið til þess að efla frið og samheldni í þeim kaupfélögum, þar sem menn eru óánægðir. Þó skal ég geta þess, að þetta á ekki við um öll kaupfélög. Kaupfélag Austur-Húnvetninga hefir alla tíð getað viðhaft hlutfaliskosningar, enda hefir það verið algerlega ópólitískt, og menn unað því hið bezta. Hefði því hvergi verið öðruvísi fyrir komið. þá myndi það hafa leitt til vegs og frama fyrir samvinnustefnuna og kaupfélögin, en ekki hið gagnstæða. Málgögn stjórnarflokkanna, bæði Nýja dagblaðið og Alþýðublaðið, kvörtuðu yfir því, þegar aðalfundur var haldinn í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, að kommúnistar hefðu látið mikið á sér bera og leitt pólitísk átök inn í Kaupfélag Reykjavíkur. Þetta er nokkuð sláandi dæmi. Það eru ekki allfá dæmi til, að Framsfl. hafi notað sér þessa pólitík í sumum kaupfélögum. Það situr því dálítið illa á Nýja dagblaðinu. að skamma kommúnista fyrir þetta, því að þeir hafa fylgt fordæmi Framsfl., sem sá flokkur hefir tamið sér undanfarið. Það situr illa á þeim að kasta gjóti, sem í glerhúsi búa. Þeir segja, að kommúnistar hafi farið með pólitísk átök inn í Kaupfélag Reykjavíkur. En skyldi ekki nauðsynleg samheldni innan kaupfélaganna raskast með því að hafa það fyrirkomulag, að láta einfaldan meiri hl. ráða úrslitum. Slíkt spillir fyrir samheldninni í kaupfélögunum, vegna þess að það er nú einu sinni þannig, að pólitík hefir blandazt inn í starfsemi kaupfélaganna a. m. k. sumstaðar.

Ég sé ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum að svo komnu máli, en undir vissum kringumstæðum geta ýms önnur atriði en pólitík spillt samheldninni innan kaupfélaganna, t. d. hagsmunaágreiningur milli framleiðenda og neytenda; þar, sem báðir aðiljar eru í hinum sömu kaupfélögum, getur hæglega komið upp hagsmunaágreiningur milli þessara flokka. Þannig er t. d. ástatt í Eyjafirði, þar sem 1/3 af meðlimum kaupfélagsins er aðeins neytendur, en meginhluti þeirra er bæði framleiðendur og neytendur. Þetta er ástæðan til þess, að við leggjum til, að ákvæðunum um kosningar sé breytt, ekki þannig, að hlutfallskosningar séu lögboðnar, heldur sé heimilt að hafa þær. Sem sagt, þurfi að koma til slíkra kosninga, getur það tryggt betur en annars, að réttur meiri hl. fái að njóta sín. En hvað minni hl. snertir, á þetta að tryggja það, að hann fái hlutdeild í félagsstörfum og ekki verði gengið framhjá vilja hans. Þetta yrði til þess að bæta samkomulagið milli hinna smærri flokka, og þannig yrði komizt hjá kosningum, enda þótt heimild til þeirra lægi fyrir.

Eg vil vænta þess, að þetta mál fái góðar undirtektir. Ég efast ekki um, að enda þótt þessar till. verði felldar að þessu sinni, þá er hér um framtíðarfyrirkomulag að ræða, sem kemur fyrr eða seinna. Miðflokkarnir í kaupfélögunum hafa unnið að því, vegna þess að þeir hafa nú um langan tíma ekki getað unað við hin pólitísku átök innan félaganna, þar sem þeir voru kúgaðir, og vilji þeirra með öllu virtur að vettugi, og það er ekki heppilegt, að slíkri kúgun yrði haldið áfram. Ég verð að segja, að það getur leitt til stórhættu fyrir kaupfélögin og samvinnustefnuna í heild. Það, sem hér á að gera, er fyrst og fremst að reyna að útrýma pólitíkinni þaðan, og ennfremur að taka upp hlutfallskosningar. Verði reynt að framkvæma þetta tvennt, mun fremur birta yfir þeirri stefnu heldur en hitt.