03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í B-deild Alþingistíðinda. (1028)

46. mál, samvinnufélög

*Jakob Möller:

Mér finnst því meiri ástæða til að vernda rétt minni hl. í samvinnufélögunum heldur en í búnaðarfélögunum, þegar tekið er tillit til þeirra upplýsinga, sem hv. þm. Barð. gaf nú, því að þótt svo sé um búnaðarfélögin, að ráðh. geti tekið af þeim það umboð, sem þau hafa, ef talizt getur, að þau misnoti það, þá er engin slík kvöð á samvinnufélögunum. Þau njóta mikilla hlunninda, og menn gefa ekki fengið að njóta þeirra hlunninda annarsstaðar en í þeim félagsskap. Svo að þessi síðasta ræða hv. þm. styrkir einmitt þá skoðun, að það beri að hafa hlutfallskosningu í samvinnufélögunum.