05.05.1938
Neðri deild: 63. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1067)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Héðinn Valdimarsson:

Hv. þm. Ísaf. var að lýsa því, fyrir hvers hönd ég talaði. Ég hefi oft gert grein fyrir því hér í þinginu, og öllum er það kunnugt. Ég veit, að hv. þm. talaði þar á móti betri vitund, þegar hann var að lýsa því, að ég talaði f. h. kommúnista. Ég vildi bara óska, að hann vissi fyrir hvers hönd hann talaði. Ég veit ekki til, að hann tali fyrir neina aðra en 7 menn hér á Alþ. og 9 menn utan þingsins.

Hv. þm. fór að finna að orðalagi till. Orðalagið er nákvæmlega það sama og í frv., og ég veit ekki, hvað það er hlægilegra í brtt. en í frv., þar sem hv. þm. ætlar þó að greiða því atkv. Að öðru leyti fór hann að verja gerðardóminn á sama hátt eins og þeir, sem töluðu með gerðardóminum í sjómannadeilunni í vetur og hann á sínum tíma virtist vera mest á móti.

Ég get ekki séð, hversvegna samningar ættu ekki að takast, þegar búið er að leysa sjálft deilumálið. Hæstv. forsrh. talaði um, að það gætu orðið samningar, þó að þetta frv. yrði samþ. Það er nátturlega rétt. að eftir 6. gr. geta þeir orðið, en þetta þarf ekki að vera, en ef brtt., sem ég flyt. yrði samþ., þá þarf að gera samninga um málið, því að ég, skil ekki, hvernig aðili eins og Eimskipafélag Íslands ætti að geta hlaupið frá því að leggja málið í gerð.