05.05.1938
Neðri deild: 63. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (1071)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Ólafur Thors:

Eingöngu út af því, sem hv. þm. sveigði að stjórn Eimskipafélagsins fyrir, að hún hefði í hyggju eða langaði til að nota eftirlaunasjóð félagsins í einhverjum varhugaverðum tilgangi. Vísa ég þessum ummælum algerlega heim til föðurhúsanna aftur. Það, sem fyrir liggur. er eingöngu það, að samkvæmi reglugerð um eftirlaunasjóð, eða öllu heldur samningi, hafi styrkréttindi glatazt starfsmanni, hafi hann, að áliti félagsstjórnar, verið riðinn við athafnir eða fyrirtæki, sem koma í bága við hagsmuni félagsins, eða hann hefst eitthvað það að, af ásettu ráði, sem til skaða getur orðið starfsemi félagsins. Það er ekki vafamál, að bæði stjórn ríkisskipa og stjórn Eimskip álita ólöglega stofnað til þessa verkfalls. En auðvitað liggur það í hlutarins eðli, að stýrimenn eins og aðrir styrkþegar, hafa alveg óskoraðan rétt til að stofna til venjulegra verkfalla, án þess að þurfa á nokkurn hátt að eiga það á hættu, að þeir gætu misst réttindin af þeim orsökum. Það liggur í hlutarins eðli, að stj. ríkisskipa og stjórn Eimskipafélagsins væru ámælisverðar, ef til slíkra ráða ætti að grípa í vissum verkföllum. En það er af því, að stjórn Eimskipafélagsins hefir þetta álif, þá getur hún ekki leynt því fyrir aðalfundi. En samkvæmt 14. gr. á aðalfundur að úrskurða. Ég hefi lýst þeirri skoðun minni, og ég er —. Ég skal bíða, á meðan lærifaðirinn hvíslar í eyra þm. Ísaf. - Er óhætt að halda áfram? — Ég sagði, að þótt engin ákvæði séu sett í lögin. þá er ég sannfærður um, að aðalfundur hefði fellt niður þessa ósk. Nú vona ég, að óhætt sé að hætta, og hv. þm. Ísaf. geti talað. því að ég held, að hv. þm. N.-Ísf. sé nú búinn að segja, hverju hann eigi að svara.