11.05.1938
Efri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1132 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

119. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

*Magnús Jónsson:

Hæstv. fjmrh. sagði, að það mundi sennilega fara saman, að það batnaði í ári og að ríkið færi að geta yfirfært. Það má vel vera. En ég álít mestu hættuna liggja í þessu, að það mundi batna í ári, svo að mönnum virtist, bara við það, að þessir peningar kæmu inn í bankana. (Fjmrh.: Þá skapast ekki gjaldeyrir). 1ei, en það skapast viss kraftur í atvinnurekstrinum í landinn, en ekki verðmæti, sem ætti að vera undirstaða hans. (Fjrmh.: Þá er ekki hægt að yfirfæra). En fé festist í atvinnuvegunum, og þeir geta við það haldið, að þeir séu í blóma, ef þeir þenjast út, án þess að verðmæti standi á bak við þá útþenslu.

Ég álít, að við verðum að ganga opnum augum því viðvíkjandi, að þetta lán kostar það, að við verðum að greiða meginið af vöxtum þess, án þess að geta tekið aftur vexti af þessu fé, þ. e. a. s. þeim hluta þessa láns, sem við hæstv. fjmrh. höfum nú verið að ræða sérstaklega um síðast.