30.04.1938
Neðri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

99. mál, iðnaðarnám

*Frsm. (Emil Jónsson):

Ég skal fyrst leiðrétta þá missögn hjá mér, að brtt. á þskj. 384 sé innifalir.- í brtt. 376; hún felst í brtt. mínni á þskj. 311, ef samþ. verður.

Tillögur hv. þm. A.-Húnv. eru eiginlega nýtt frv., um að afnema þýðingarmikil atriði úr l. um iðnaðarnám. Í fyrsta lagi á að afnema það meginatriði, að iðnráð, eða samkv. frv. iðnaðarfulltrúar, hafi með höndum eftirlit með námssamningum nemenda og því, hve margir skuli teknir. Þetta á að vera algerlega frjálst meisturum og teknir upp algerðir einkasamningar milli þeirra og nemenda. Þá er farið fram á að lengja vinnutíma nemenda um eina stund á dag. Iðnaðarfulltrúarnir, sem eru höfuðatriði í frv., eru þurrkaðir út. Ég held, að öllum verði ljóst, að með þessu þrennu sé hið upphaflega frv. þurrkað út, svo að fylgismenn frv. geti ekki fylgt þeim brtt. Þá eru þær ekki þess verðar að fara um þær fleiri orðum. Það hefði verið miklu hreinlegra af hv. flm. að koma með sjálfstætt frv. í málinu.

Ég þarf ekki miklu að svara hv. flm. frv. Það er aðeins eitt, sem okkur greinir á um, skipun iðnfulltrúanna. Hann sagðist ekki vilja gera neitt til þess að auka ágreining milli aðilja og taldi brtt. mína stefna að því, þar sem iðnaðarfulltrúarnir yrðu samkv. henni ekki eins hlutlausir og frv. stefndi að. En hvaða líkur getur hann fært fyrir því, að fulltrúar, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum af pólitískum flokkum í iðnn. á Alþingi, verði siður pólitískir en þeir, sem kosnir yrðu af Landssambandi iðnaðarmanna og Iðnráði Reykjavíkur? Sjónarmið þeirra verða ólík, segir bann. Annað verður sjónarmið flokksbundinna manna, hitt sjónarmið iðnaðarmanna, sem hafa vit á málunum og skilja því hvorir aðra betur en flokksbundnu fulltrúarnir eru vanir að gera. Ég tel meiri líkur fyrir góðum árangri, ef þeir menn eru látnir tala sig saman og taka umsagnir allra aðilja til greina, heldur en ef þeir pólitískt kosnu eiga að kljást um það.