30.04.1938
Neðri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1198 í B-deild Alþingistíðinda. (1798)

99. mál, iðnaðarnám

*Jörundur Brynjólfsson:

Það er aðeins eitt atriði í því síðasta, sem hv. 7. landsk. drap á. –Það veit hv. þm. alveg eins vel og ég, að úr því að l. eru þannig úr garði gerð, að annar aðilinn hefir synjunarvald, þannig að engir nemendur séu teknir í viðkomandi iðn, þá er ómögulegt að breyta slíku með reglugerð. Þetta er stórvægilegt atriði, og þetta er nóg. Ég þarf svo ekki að fjölyrða um þetta frekar.