12.04.1938
Neðri deild: 47. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í C-deild Alþingistíðinda. (2256)

6. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Atvmrh. (Skúli Guðmundsson):

Út af ræðu hv. 6. þm. Reykv. vil ég endurtaka það, sem ég sagði þegar hann spurðist fyrir um mál þetta síðast, enda þótt ég eigi ekki lengur sæti í fjhn. Eins og ég tók fram, þegar þessi hv. þm. spurðist fyrir um frv. þetta síðast, þá strandaði eða tafðist málið af því, að annar fulltrúi Sjálfstfl. í fjhn., núv. form. flokksins, bað þess, að málið yrði ekki tekið fyrir nema hann væri viðstaddur, en hann hefir bara ekki mætt í n., svo hægt væri að taka málið fyrir. Það er því nær fyrir þennan hv. þm. að snúa sér til form. flokks síns um þetta mál en að vera að hafa allt á hornum sér við fjhn. út af því.