28.04.1938
Neðri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í C-deild Alþingistíðinda. (2616)

120. mál, útvarpsráð

*Héðinn Valdimarsson:

Ég hygg, að þetta frv. byggist fremur á misskilningi hjá þeim sem hafa flutt það, og hjá hæstv. forsetum Sþ., því að eftir því, sem mér hefir verið skýrt frá, hefir útvarpsráðið ekki tekið til starfa fyrr en 7. maí, og nær því kjörtímabilið til þess tíma næsta ár, en ekki til 22. marz. Þá ætti að vera nægur tími til kosningaundirbúnings og gera þær ráðstafanir allar, sem gera þarf. Í öðru lagi get ég ekki séð, hví þetta ætti að snerta formann útvarpsráðs, sem skipaður hefir verið af ráðherra. Vildi ég gjarnan fá frekari skýringu á því, hvers vegna liggur svo mjög á að koma þessu frv. fram sem mönnum virðist.