28.04.1938
Neðri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í C-deild Alþingistíðinda. (2619)

120. mál, útvarpsráð

*Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi ekki fengið neinar upplýsingar viðvíkjandi því, sem ég var að spyrja hér um áðan. Ég held, að það sé nægilegur tími til þess að koma þessu öllu saman fyrir. Ég held, að skipunarbréfin séu dags. 7. maí. og eftir því ætti að vera nægur tími til að koma þessu fyrir.

Ég hefi að sjálfsögðu ekkert á móti því, að nýkosið þing skuli kjósa menn í útvarpsráð. Sú regla ætti að gilda á fleiri stöðum. En ég verð að segja það, að mér finnst þessi aðferð, sem hér á að hafa, óhæfileg.