03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Ólafur Thors:

Ég hefi leyft mér að bera fram brtt. þess efnis, að 2. gr. frv. verði færð í sama horf eins og hún var í þegar frv. kom frá hæstv. ríkisstj. Ég get um rök fyrir þeirri brtt. algerlega vísað til ræðu, sem ég flutti við 2. umr. þessa máls, þar sem ég gerði fullkomna grein fyrir, að slík breyt. á l. er í alla staði eðlileg og miðar að því að vernda rétt þeirra, sem í öndverðu var ætlað að vernda, og án þess að taka í raun og veru nokkurn rétt af nokkrum öðrum. Ég hygg, að það verði eingöngu til þess að hefja hér óþarfa stælur, að ég fari að endurtaka þessi rök nú.

Út af brtt. hv. 7. landsk. vil ég aðelns segja það, að ég hafði skilið l. svo, að þessar bæjarútgerðir gætu vel komið til greina sem styrkþegar samkv. þessum f. eins og sérhvert annað félag. Ég hafði skilið það svo, að forgang til þess að njóta slíkra styrkja ættu félög sjómanna og verkamanna en undir þau orð l. „önnur félög“ féllu bæjarútgerðir og önnur fyrirtæki, sem í landinu eru og kynnu að verða stofnuð um sjávarútgerð. Ég hefði gaman af að heyra, á hverju það væri byggt, að fyrirtæki, sem hann (hv. 7. landsk.) ber fram brtt. um, geta ekki komið til greina um að fá þennan styrk, ef því er haldið fram, að þau komi þar ekki til greina. En ef skilningur hv. 7. landsk. er réttur á þessu atriði, þá er ég andvígur þeirri brtt., sem hann flytur, því að þá verður hún til þess, ef samþ. verður, að ákveða, að auk verklýðsfélaga og sjómannafélaga komi þá þessi félög ein til greina, bæjar- og sveitarfélög, en ekki önnur félög, sem stofnuð hafa verið eða stofnuð verða í landinu.