11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Pétur Ottesen:

Ég sé á þessu frv. eins og það kemur nú frá Ed., að það hefir verið felld úr því brtt., sem samþ. var hér í d., um það, að verja mætti, ef tekjur af benzínskattinum færu fram úr því, sem ákveðið er að verja til þeirra vega, sem nefndir eru í frv., 5 þús. kr. til Norðurlandsvegar, eða eins og till. var upphaflega orðuð frá mér, til tengibrautar á milli Norður- og Suðurlands, á veginum vestan undir Hafnarfjalli. Ég verð nú að segja það, að mér finnst þetta allmikil frekja og ósanngirni, sem fram kemur í því hjá Ed., að fella þessa till. úr frv. Síðan á árinn 1929 er ekki ætlazt til, að eytt sé af benzínfé í Norðurlandsveginn, nema aðelns einn einasta stað, Stóravatnsskarð. Á allri þessari leið, sem er mjög mikið ekið á, ber að vinna að því að gera þennan veg sæmilega úr garði, miðað við þá umferð, sem á honum er nú orðin allan ársins hring. Samt sem áður er ekki gert ráð fyrir því, að einum einasta eyri af því mikla fé, sem kríað er inn af öllum þeim, sem benzín nota til bílaaksturs í landinn, skuli varið til þessarar brautar, eins og ástatt er með hana, heldur eigi að ráðstafa afganginum, sem vitað er að muni vera allmikill, til elns einasta vegar, sem er Suðurlandsbrautin, sem auðsjáanlega er fullkomin ástæða til að sinna. En hitt finnst mér frekasta ósanngirni og reginhneyksli, að fara svo að sem gert er í þessu máli. Mér skilst á þeim umr., sem fram hafa farið í Ed., að þetta byggist á einhverju samkomulagi, sem orðið hefir milli stjórnarfl. áður en ráðh. sósíalista var dreginn úr stj. og þeir sögðu sundur með sér, stjfl., loflegrar minningar, sem stóð þó ekki lengi. Þessi samningur hefir sjálfsagt verið endurnýjaður, þegar þeir tóku aftur höndum saman. En slíkur samningur sem þessi stríðir gersamlega á móti allri sanngirni og eðlilegum ráðstöfunum þessa fjár. Þetta er vitanlega mjög í meinum, eins og margt í þeirra hneykslanlegu sambúð er. Um það tjáir ekki að tala. En ég vildi ekki láta þetta fara svo framhjá, að ekki væri bent á, hvaða ósanngirni þeir voru að fremja, þegar þeir voru að fella þessa till. úr frv. í gær, og þjóna þannig þessu samkomulagi milli flokkanna.