24.03.1938
Neðri deild: 33. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 457 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

66. mál, þangmjöl

*Bergur Jónsson:

Ég ætla ekki að blanda mér í þessa deilu. Það getur vel verið nokkuð til í því hjá hv. 5. þm. Reykv., að sérleyfistíminn, sem veita á samkv. þessu frv., sé nokkuð langur, en ég vil benda honum á, að þessi brtt., sem hann ber fram, getur ekki staðizt við frv. eins og það er nú. Í 2. gr. frv. er tekið fram, að ef sérleyfishafar hafi ekki hafið framleiðslu í nokkuð stórum stíl að dómi ríkisstj. innan 3 ára frá veitingu sérleyfisins, þá falli leyfið úr gildi. Það er venjulegt í sérleyfisl., að frestur sé settur til þess að þeir, sem eiga að fá sérlevfið, sýni, að þeir geti eitthvað, sem bendi til þess, að þeir ætli að nota það, en sá tími hlýtur alltaf að vera miklu styttri en það tímabil, sem sérleyfið á að gilda fyrir.

Þess vegna hefði flm. brtt. þurft að flytja brtt. við 2. gr. frv., ef hann hefði viljað koma þessu í það horf, sem sérleyfisl. eru venjulega í; en það er hugsunarvilla að hafa reynslutímann hinn sama og sérleyfistímann.